Enn og aftur þarf að skera niður: Stjórnendur HSA leita illskástu leiðarinnar
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 07. okt 2011 19:12 • Uppfært 08. jan 2016 19:22
Framlag ríkisins til Heilbrigðisstofnunar Austurlands (HSA) skerðist um
rúmar 70 milljónir króna gangi hugmyndir sem settar eru fram í fjárlögum
eftir. Að auki þarf stofnunin að ná niður um 150 milljóna vegna halla á
rekstri og frestaðs sparnaðar á þessu ári.
Þetta kemur fram í Austurglugganum í dag. Skera þurfi niður af þremur orsökum: Í fyrsta lagi til að mæta sparnaðarkröfu stjórnvalda, í öðru lagi til að mæta geymdum niðurskurði frá þessu ári og í þriðja lagi til að glíma við rekstrarhallann. Alls nemur þetta um 220 milljónum króna.
Haft er eftir Einari Rafni Haraldssyni, framkvæmdastjóra stofnunarinnar, að launin séu erfiðasta viðfangsefnið. „Okkur tókst að reka stofnunina í samræmi við áætlanir fram að miðju ári eða fram að nýjum kjarasamningum. Afleysingar, veikindi og fleira hefur reynst okkur dýrara en við gerðum ráð fyrir.“
Einar Rafn segir að niðurskurðurinn þýði færri opnunardaga og minni þjónustu. „Annað getur ekki gerst. Við erum að reyna að finna illskástu leiðina til að mæta niðurskurðarkröfunum.“
Haft er eftir Einari Rafni Haraldssyni, framkvæmdastjóra stofnunarinnar, að launin séu erfiðasta viðfangsefnið. „Okkur tókst að reka stofnunina í samræmi við áætlanir fram að miðju ári eða fram að nýjum kjarasamningum. Afleysingar, veikindi og fleira hefur reynst okkur dýrara en við gerðum ráð fyrir.“
Einar Rafn segir að niðurskurðurinn þýði færri opnunardaga og minni þjónustu. „Annað getur ekki gerst. Við erum að reyna að finna illskástu leiðina til að mæta niðurskurðarkröfunum.“