Enn ósamið um björgunarlaun Ölmu
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 20. des 2011 11:32 • Uppfært 08. jan 2016 19:22
Ekki hafa náðst samningar um björgunarlaun flutningaskipsins Ölmu sem
dregin var til hafnar á Fáskrúðsfirði fyrir rúmum mánuði. Trygging var
reidd fram áður en skipið var dregið til Akureyrar um helgina.
„Það á alveg eftir að semja um björgunarlaunin. Það er enn beðið eftir gögnum úr sjóprófunum,en það var sett um 400 milljóna króna trygging fyrir kostnaði og björgunarlaunum,“ sagði Gísli Jónatansson, framkvæmdastjóri Loðnuvinnslunnar í samtali við Agl.is.
Alma missti stýrið þegar hún sigldi út frá Hornafirði. Hoffellið, skip Loðnuvinnslunnar, kom henni til bjargar. Alma var kyrrsett í höfninni á Fáskrúðsfirði að beiðni fyrirtækisins og sveitarfélagsins Hornafjarðar sem kröfðust allt að 625 milljóna króna björgunarlauna. Áætlað verðmæti farms Ölmu var um 2,5 milljarðar króna.
Alma missti stýrið þegar hún sigldi út frá Hornafirði. Hoffellið, skip Loðnuvinnslunnar, kom henni til bjargar. Alma var kyrrsett í höfninni á Fáskrúðsfirði að beiðni fyrirtækisins og sveitarfélagsins Hornafjarðar sem kröfðust allt að 625 milljóna króna björgunarlauna. Áætlað verðmæti farms Ölmu var um 2,5 milljarðar króna.