Erfið færð í morgunsárið

Snjókoma og fannfergi var á fjallvegum sem voru ófærir um allt Austurlandi í morgun.  Einnig var erfið færð víða innanbæjar  eftir veðurham næturinnar.

uppfenntir.jpgEkki var hægt að opna fjallvegi í morgun og beðið er með opnun þeirra, svo sem Oddskarðs, Fagradals og Fjarðarheiðar, auk þess sem Möðrudalsöræfi eru ófær.

Ekki var hægt að koma fólki til vinnu í Álverið og því tengd fyrirtæki á Reyðarfirði, frá Norðfirði og Egilsstöðum vegna ófærðar en um það bil 20 til 30% starfsfólks Álversins er frá þesum stöðum.  Fólk sem var á vakt í nótt vinnur því áfram og vaktaskipti þess frestast þar til fært verður orðið en reiknað er með því að það geti jafnvel orðið fljótlega.  Veðurhæð hefur minnkað á Oddskarði og Fagradal orðnir um 12 metrar á sekúndu á Oddskarði og 6 á Fagradal, þar sem mest tefja opnun yfirgefnir bílar á veginum.

Á Egilsstöðum var vont veður innanbæjar í morgun og erfið færð nema á aðalgötum bæjarins sem búið var að moka.   Nú er veðrið að ganga niður og unnið að opnun annarra gatna í bænum.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar