Skip to main content

Erna Indriða í framboð fyrir Samfylkinguna

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 30. sep 2012 20:48Uppfært 08. jan 2016 19:23

erna_indridadottir_sept12_web.jpg
Erna Indriðadóttir stjórnsýslufræðingur og starfsmaður Alcoa Fjarðaáls hefur ákveðið að gefa kost á sér í annað sætið á framboðslista Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi, í prófkjöri flokksins sem fram fer dagana 9. og 10. nóvember.
 

Erna var í tíunda sæti á lista Samfylkingarinnar í kjördæminu í síðustu Alþingiskosningum. Hún starfaði sem fréttamaður á Ríkisútvarpinu í rúm 20 ár, þar af sem deildarstjóri Ríkisútvarpsins á Akureyri í sex ár, en hefur starfað sem upplýsingafulltrúi Fjarðaáls á Reyðarfirði frá árinu 2005.

Erna telur brýnt að endurreisn landsins verði haldið áfram á grundvelli jafnaðarstefnunnar. Hún hefur áhuga á að beita sér í atvinnumálum og byggðamálum og er þeirrar skoðunar að ljúka eigi aðildarviðræðunum við Evrópusambandið.

Hún telur að halda eigi áfram sjálfbærri nýtingu orkulinda landsins í samræmi við rammaáætlun og vill að fólk sem flytur til starfa á landsbyggðinni fái tímabundinn skattaafslátt. Þá vill Erna  leggja sitt af mörkum til að bæta umræðuhefð á Alþingi og stuðla að faglegri vinnubrögðum á þeim vettvangi.