Eyðublað í Sparisjóði Austurlands vegna endurkröfu á WOW

Farþegar sem keypt höfðu farmiða með WOW Air geta gert endurkröfu vegna ferða sem ekki hafi verið farnar hafi þeir greitt með debet- eða kreditkorti. Sparisjóður Austurlands hefur þegar hafið móttöku slíkra krafna.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá sjóðnum sem send var út í kjölfar þess að flugfélagið hætti starfsemi í morgun.

Þar er vísað í leiðbeiningar frá Valitor um að þeir sem greitt hafa með debet- eða kreditkortum frá Visa eða MasterCard eigi endurkröfurétt þegar fyrirframgreidd þjónusta verði ekki innt af hendi.

Þessi möguleiki er í boði þar sem flug var keypt beint af flugvélaginu.

Hægt er að koma í afgreiðslu sparisjóðsins og fylla þar út eyðublað með upplýsingum um flug og bókunarnúmer eða senda upplýsingarnar inn í gegnum vef Valitors.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.