Eygló Harðar: Búið að færa baráttuna gegn verðbólgunni yfir á heimilin

eyglo_hardardottir_feb13.jpg
Tryggja þarf að íslensk fjármálafyrirtæki græði ekki á verðbólgu á meðan neytendur borgi fyrir hana. Laga verður húsnæðislánakerfið til að forða ungu fólki frá því að sökkva sér í skuldasúpu sem aldrei verður unnið á.

„Það er búið að færa baráttuna gegn verðbólgunni yfir á heimilin sem síst hafa tækin til að takast á við hana,“ sagði Eyglóar Harðardóttir, alþingismaður, á opnum fundi Framsóknarflokksins um afnám verðtryggingar á Egilsstöðum í síðustu viku en hún hefur leitt nefnd á þingi um verðtrygginguna.

Hún segir að vinna nefndarinnar hafi skilað tillögum eins og þak á verðtryggingu, afnám stimpilgjalds og að fjármálafyrirtæki græði ekki á verðbólgu. Því miður hafi tillögunum ekki verið fylgt eftir. „Það þarf staðfestu, kjark og þor á þingi til að afnema verðtrygginguna.“

„Við sem stjórnum eigum ekki að vera með þá hækju sem verðtryggingin er. Við eigum að axla ábyrgð á efnahagsstjórninni. Íslendingar verða að komast inn í það umhverfi sem er annars staðar.“

Eygló ræddi einnig nauðsynina á nýju húsnæðislánakerfi. Hér vanti leigu eða búseturétt sem leið til þess að Íslendingar séu yngri en aðrar þjóðir þegar þeir kaupa sínar fyrstu eignir. Það leiðir til meiri skuldsetningar en ella. „Fólk á að kaupa húsnæði innan skynsamlegs kerfis.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar