Skip to main content

Eyrún nýr héraðsdýralæknir

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 14. jan 2013 10:54Uppfært 08. jan 2016 19:23

eyrun_arnardottir.jpg
Eyrún Arnardóttir tekur við sem héraðsdýralæknir í Austurlandsumdæmi um næstu mánaðarmót þegar Hjörtur Magnason, sem gegnt hefur starfinu undanfarin ár, lætur af störfum.

Þetta staðfesti Jón Gíslason, forstjóri Matvælastofnunar við Austurfrétt í morgun. Staðan var auglýst laus til umsóknar eftir að Hjörtur sagði upp í haust. Eyrún, sem verið hefur sjálfstætt starfandi dýralæknir undanfarin ár, hefur verið ráðin og tekur við um næstu mánaðarmót.