„Eystra greinist ekkert smit“

Aðgerðastjórn almannavarnanefndar Austurlands þakkar Austfirðingum fyrir ábyrga hegðun í Covid-19 faraldrinum síðustu vikur. Ekkert virkt smit er skráð í fjórðungnum í dag.

Þökkunum er komið á framfæri í tilkynningu aðgerðastjórnar í dag. Þar kemur fram að hún hafi síðustu mánuði sent út tilmæli, ábendingar, áréttingar, hvatningar og fleira til íbúa sem þeir hafi tekið vel, af ró og yfirvegun. Fyrir það beri að þakka.

Ekkert smit er á Austurlandi samkvæmt tölum á Covid.is en fimm eru í sóttkví.

Aðgerðastjórnin minnir áfram á að handþvottur skipti máli og halda fjarlægð eða bera grímur. Tilkynningunni fylgir hins vegar vísa eftir Héraðsbúann Stefán Bragason, sem lýst er sem hirðskáldi aðgerðastjórnarinnar.

Eystra greinist ekkert smit,
aðeins fimm í veirukví.
Ég held að núna væri vit
að versla spritt og fagna því.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.