Orkumálinn 2024

Fækkar í sóttkvínni

Ekkert nýtt covid-19 smit hefur greinst á Austurlandi undanfarinn sólarhring. Nokkur fækkun hefur orðið á fjölda þeirra sem eru í sóttkví.

Þetta kemur fram í tilkynningu dagsins frá aðgerðastjórn almannavarna á Austurlandi. Alls hafa sjö smit greinst á svæðinu.

Einstaklingum í sóttkví fækkar mikið, úr 202 í gær í 150 í dag. Það skýrist að mestu af því að einstaklingar sem snéru aftur eftir dvöl erlendis fyrir tveimur vikum eru nú lausir úr sóttkví.

Aðgerðastjórnin hvetur íbúa til varkárni og fylgja öllum leiðbeiningum um smitvarnir í hvívetna, sem fyrr. Sérstaklega er vísað til samkomubanns, handþvotts og fólki hafi minnst tveggja metra bil á milli sín.

„Lítið þarf til svo smit eigi sér stað og því megum við ekki slaka á árvekni okkar, jafnvel þó smit séu hlutfallslega fá í fjórðungnum. Höldum því þannig,“ segir í tilkynningunni.

Um helgina verður skimað fyrir smiti meðal almennings í fjórðungnum. Allir tímar í sýnatökuna fylltust á klukkutíma í dag. Að lokinni skimun fá allir svar um niðurstöðu á vefnum heilsuvera.is og hringt verður í alla sem reynast jákvæðir.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.