Fagráð stofnað um uppbyggingu þekkingarsamfélags

Stofnaður verður starfshópur á vegum Sambands sveitarfélaga á Austurlandi um uppbyggingu þekkingarsamfélags á Austurlandi. Í síðustu viku var skrifað undir viljayfirlýsingu um myndun fagráðs til stuðnings hópnum.


Þetta var gert á 50 ára afmælismálþingi sambandsins sem haldið var í Neskaupstað í síðustu viku en það var tileinkað þekkingarsamfélaginu. Starfshópnum er ætlað að skilgreina þrjú verkefni á því sviði sem ráðist verði í á næstu fimm árum.

Að fagráðnu standa mennta- og menningarmálaráðuneytið, University of Highlands and Islands, Háskólinn á Akureyri, Háskóli Íslands, Náttúrustofu Austurlands og Austurbrúar.

Í tilkynningu segir að hafi því miður fækkað heldur á Austurlandi á liðnum árum. Ein skýring á þessari neikvæðu þróun sé skortur á sérhæfðum störfum fyrir háskólamenntaða einstaklinga.

Sömuleiðis hafi framboði á fjarnámi á háskólastigi verið af mjög skornum skammti og einsleitt. Þá halli verulega á Austurland þegar komi að háskóla- og rannsóknastarfsemi á vegum ríkisins.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.