Fallist á viku langt gæsluvarðhald
Héraðsdómur Reykjavíkur féllst í dag á kröfu lögreglustjórans á Austurlandi um viku langt gæsluvarðhald og einangrun yfir manni sem handtekinn var í gær í tengslum við andlát hjóna í Neskaupstað.Maðurinn var handtekinn í Reykjavík um klukkan 14 í gær og hefur verið í haldi lögreglu síðan. Klukkan 12:35 barst lögreglu tilkynning um að hjónin væru látin í húsi sínu í Neskaupstað.
Við komu lögreglu á staðinn kviknaði strax grunur um að andlát fólks hefði borið að með saknæmum hætti. Leit hófst þá strax að manninum. Ekki er talið að fleiri tengist málinu.
Vettvangsrannsókn stendur enn yfir í Neskaupstað. „Það er verið að afla gagna, setja upp tímalínu og annað slíkt. Við teljum heildarmyndina liggja nokkuð ljósa fyrir þótt enn sé verið að hnýta þá lausu enda sem eftir eru,“ segir Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn í Neskaupstað.
Vegna þessa atburðar og banaslyss á þriðjudag verður áfallamiðstöð opnuð í félagsheimilinu Egilsbúð í Neskaupstað. Hún verður opin frá 16-20 í dag og 11-17 í dag. Í tilkynningu er minnt á hjálparsíma Rauða krossins 1717 sem er opinn allan sólarhringinn. Einnig hægt að fá samband við geðheilbrigðisteymi HSA með því að senda póst á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it., hafa samband við presta í gegnum netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða hafa samband við félagsþjónustu Fjarðabyggðar í síma 470 9000 eða með því að senda póst á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..