Skip to main content

Áfangasigur: Engar uppsagnir í Sundabúð að sinni

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 16. nóv 2012 15:27Uppfært 08. jan 2016 19:23

vopnafjordur.jpg
Hætt hefur verið við breyta rekstrarformi legudeildarinnar að Sundabúð á Vopnafirði. Þar leit út fyrir að starfsfólki yrði sagt upp vegna breytinganna. Heimamenn fagna áfangasigri og vonast eftir að taka við rekstrinum um áramótin.

Þetta kemur fram í frétt á vef Vopnafjarðarhrepps. Þar segir að eftir „stífar viðræður fulltrúa Velferðarráðuneytisins, Heilbrigðisstofnunar Austurlands og Vopnafjarðarhrepps“ liggi fyrir staðfesting ráðuneytisins að horfi verið frá breytingunum verði horfið.

Til þrautar á að reyna að kanna þann möguleika að rekstur Sundabúðar færist frá ríkinu til sveitarfélagsins um næstu áramót. Til þess þarf að tryggja nægt fjármagn á fjárlögum.
 
„Í ljósi þessarar vinnu verður starfsfólki Sundabúðar ekki sagt upp störfum, enda mikilvægt að vinna með öllu því góða starfsfólki sem á deildinni vinnur til þess að yfirtakan geti gengið sem best fyrir sig,“ segir í fréttinni.
 
„Hér er um verulegan áfangasigur að ræða og er vonast til að vel takist til við yfirfærslu rekstursins frá ríki til sveitarfélags.“