Fannst látinn í Jökulsá í Lóni
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 04. sep 2012 09:56 • Uppfært 08. jan 2016 19:23
Karlmaður á fimmtugsaldri, sem féll í Jökulsá í Lóni á áttunda tímanum í gærkvöldi fannst látinn á fyrsta tímanum í nótt.
Maðurinn var í hestaferð í um 20 manna hópi þegar atvikið átti sér stað. Björgunarsveitir frá Höfn, Djúpavogi, Fáskrúðsfirði og Breiðdalsvík voru kallaðar út. Leitað var með hjálp hunda, ljósavéla og ljóskastara. Þyrla Landhelgisgæslunnar var einnig kölluð út.