Farið fram á gæsluvarðhald eftir árás á Vopnafirði
Lögreglan á Austurlandi hefur ákveðið að krefjast gæsluvarðhalds yfir karlmanni sem grunaður er um alvarlega líkamsárás gagnvart fyrrum sambýliskonu á Vopnafirði.DV birti fréttir í gær um að konan lægi þungt haldin á sjúkrahúsi eftir árásina.
Í tilkynningu lögreglu er staðfest að maðurinn hafi verið handtekinn síðastliðinn miðvikudag vegna gruns um alvarlega árás. Rannsókn málsins hafi síðan haldið óslitið áfram.
Búið er að taka skýrslur af manninum, konunni og vitnum. Einnig hefur gagna verið aflað úr eftirlitsmyndavélum. Húsleit var gerð á heimili mannsins vegna gruns um að þar væri skotvopn. Þau fundust ekki þar,
Ákveðið hefur verið að maðurinn sæti nálgunarbanni og það verið birt honum. Eftir því sem rannsókn málsins vann áfram var tekin ákvörðun um að fara fram á gæsluvarðhald. Krafan verður tekin fyrir síðar í dag.