Farþegi með Norrænu handtekinn með fölsuð skilríki

Lögreglan á Austurlandi handtók einn farþega fyrir að framvísa fölsuðum skilríkjum og vísaði öðrum úr landi þegar ferjan kom til Seyðisfjarðar á þriðjudagsmorgun.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni í dag.

Í ljós kom að skilríkin sem farþeginn framvísaði voru stolin og breytt. Hann var í gær dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi. Hann óskaði síðan eftir hæli hérlendis og er mál hans komið í ferli.

Hinn aðilinn hafði verið vísað af Schengen-svæðinu áður og því vísað til baka til Danmerkur. Hann var settur í umsjá ferjunnar og bannað að fara í land hérlendis.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar