Skip to main content

Fastur flutningabíll tafði umferð um Oddsskarð

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 09. okt 2011 21:16Uppfært 08. jan 2016 19:22

oddskard_varud_skilti.jpgUm eins og hálfs tíma töf varð upp úr hádegi í gær á umferð um Oddskarð. Krapi var á veginum og erfið færð.

 

Frá þessu er sagt á Facebook-síðu hóps sem berst fyrir nýjum göngum milli Norðfjarðar og Eskifjarðar. Þar kemur fram að flutningabíll hafi setið fastur í skarðinu og rúta sem ætlaði framhjá hafi farið út af. Fjöldi vegfarenda hafi tafist vegna þessa.