Félagshyggjufólk undirbýr framboð

Félagshyggjufólk í nýju sameinuðu sveitarfélagi Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar hefur hafið undirbúnings framboðs fyrir sveitarstjórnarkosningar þar í vor.

Í tilkynningu kemur fram að Héraðslisti og Seyðisfjarðarlisti, auk öflugra einstaklinga frá Borgarfirði og Djúpavogi, hafi ákveðið að sameina krafta sína og bjóða fram í nafni félagshyggju í kosningunum.

„Tækifærin í nýju sameinuðu sveitarfélagi eru mörg og nýtt hlutverk heimastjórna getur markað kaflaskil í sögu sveitarfélaga á Íslandi,“ segir þar.

Leit er hafin að væntanlegum frambjóðendum sem brenna fyrir umhverfis-, mennta-, jafnaðar-, atvinnu- og menningarmálum. Til stendur að halda opinn fund um framboðið í byrjun nýs árs.

Nefnd verður valin til að stilla upp á listann.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar