Skip to main content

Ferðamanns leitað í Norðurdal Fljótsdals

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 23. jún 2011 01:23Uppfært 08. jan 2016 19:22


nordurdalur_snaefell.jpgBjörgunarsveitir voru kallaðar út í nótt, upp  úr miðnætti til að leita ferðamanns sem var einn á ferð, inn af Fljótsdal.  Maðurinn kom fram skömmu eftir að leit hófst, laust fyrir klukkan 2 í nótt.

Maðurinn var að skoða sig um á athafnasvæði Kárahnjúkavirkjunar austan Snæfells við Hraunaveitu  um miðjan dag í gær og hugðist ganga út Norðurdal í Fljótsdal.

Félagi mannsins ætlaði að taka á móti honum þegar hann kæmi til byggða en þegar hann skilaði sér ekki á réttum tíma voru björgunarsveitir á Héraði kallaðar út til leitar.

Maðurinn fannst á gangi við bæinn Glúmstaðasel í Norðurdal Fljótsdals skömmu fyrir klukkan 2 í nótt. Það voru björgunarsveitarmenn úr Fljótsdal sem sáu til mannsins austan Jökulsár í Fljótsdal frá Eyrarseli og sóttu hann og komu honum til byggða.