Orkumálinn 2024

Ferðamanns leitað í Norðurdal Fljótsdals


nordurdalur_snaefell.jpgBjörgunarsveitir voru kallaðar út í nótt, upp  úr miðnætti til að leita ferðamanns sem var einn á ferð, inn af Fljótsdal.  Maðurinn kom fram skömmu eftir að leit hófst, laust fyrir klukkan 2 í nótt.

Maðurinn var að skoða sig um á athafnasvæði Kárahnjúkavirkjunar austan Snæfells við Hraunaveitu  um miðjan dag í gær og hugðist ganga út Norðurdal í Fljótsdal.

Félagi mannsins ætlaði að taka á móti honum þegar hann kæmi til byggða en þegar hann skilaði sér ekki á réttum tíma voru björgunarsveitir á Héraði kallaðar út til leitar.

Maðurinn fannst á gangi við bæinn Glúmstaðasel í Norðurdal Fljótsdals skömmu fyrir klukkan 2 í nótt. Það voru björgunarsveitarmenn úr Fljótsdal sem sáu til mannsins austan Jökulsár í Fljótsdal frá Eyrarseli og sóttu hann og komu honum til byggða.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.