Fimm Austfirðingar á lista Sjálfstæðisflokksins

Fimm Austfirðingar eru á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi fyrir komandi þingkosningar. Þeirra á meðal er oddvitinn Jens Garðar Helgason.

Listinn var samþykktur í heild sinni á lokin á viðburðaríku tvöföldu kjördæmisþingi Sjálfstæðisfólks í Mývatnssveit í dag.

Jens Garðar bauð sig þar fram í oddvitasætið gegn sitjandi oddvita, Njáli Trausta Friðbertssyni og hafði betur með 60% atkvæða. Njáll Trausti hafði svo betur með fjórum atkvæðum gegn Berglindi Ósk Guðmundsdóttur, þingmanni, um annað sætið. Berglind Ósk ákvað að gefa ekki kost á sér í önnur sæti og er ekki á listanum. Berglind Harpa Svavarsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Múlaþingi, varð þriðja.

Kosið var um fimm efstu sætin áður en kjörnefnd tók til starfa og gerði tillögu að listanum í heild sinni. Hún var samþykkt og er sem hér segir:

1. Jens Garðar Helgason, Fjarðabyggð
2. Njáll Trausti Friðbertsson, Akureyri
3. Berglind Harpa Svavarsdóttir, Múlaþingi
4. Jón Þór Kristjánsson, Akureyri
5. Telma Ósk Þórhallsdóttir, Akureyri
6. Sigríður Jódís Gunnarsdóttir, Dalvíkurbyggð
7. Þorsteinn Kristjánsson, Akureyri
8. Hafrún Olgeirsdóttir, Norðurþing
9. Barbara Izabela Kubielas, Fjarðabyggð
10. Baldur Helgi Benjamínsson, Eyjafjarðarsveit
11. Jóna Jónsdóttir, Akureyri
12. Einar Freyr Guðmundsson, Múlaþingi
13. Auður Olga Arnarsdóttir, Dalvíkurbyggð
14. Hanna Sigríður Ásgeirsdóttir, Fjallabyggð
15. Vilmundur Aðalsteinn Árnason, Akureyri
16. Þórdís Mjöll Benediktsdóttir, Fjarðabyggð
17. Freydís Anna Ingvarsdóttir, Þingeyjarsveit
18. Tómas Atli Einarsson, Fjallabyggð
19. Kristinn Frímann Árnason, Akureyri
20. Helgi Ólafsson, Norðurþingi

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar