Fimmtán konur útskrifaðar af stjórnendanámskeiði

konur_stjornir_tak_web.jpg
Fimmtán konur útskrifuðust nýverið af námskeiði Tengslanets austfirskra kvenna (TAK) og KPMG sem bar yfirskriftina „Konur í stjórnir.“ Markmiðið er að fjölga konum í stjórnum stofnana og fyrirtækja á Austurlandi.

Þetta er í annað sinn sem TAK skipuleggur námskeið fyrir konur sem vilja gefa kost á sér til stjórnarsetu. Fyrsta námskeiðið var haldið 2007 en námskeiðið nú var ekki síst haldið með vísan til laga um stöðu og jafnan rétt karla og kvenna sem og breytingar á lögum um einkahlutafélög. Ríkisstofnanir og fyrirtæki með fleiri en 50 starfsmenn eiga að gæta þess að hlutfall kynja í stjórn sé þannig að annað  kynið eigi ekki minna en 40% af stjórnarmönnum. Lagabreytingarnar taka gildi árið 2013.

Berglind Ó. Guðmundsdóttir, lögfræðingur hjá KPMG, fjallaði um „ábyrgð  stjórnarmanna“ í fyrsta tíma, Margrét G. Flóvents,  endurskoðandi hjá KPMG, fór yfir lestur ársreikninga í öðrum tíma og í þeim þriðja var Guðlaug Ólafsdóttir með námskeið um skipulag funda og ræðumennsku.

Alls útskrifuðust 15 konur af námskeiðinu, þær:  Anna Björk Hjaltadóttir, Anna Katrín Svavarsdóttir, Anna Sigurbjörg Sævarsdóttir, Anna Dóra Helgadóttir, Edda Hrönn Sveinsdóttir, Elfa Kristín Sigurðardóttir, Guðbjörg Björnsdóttir, Hrönn Jakobsdóttir, Michelle Lynn Mielnik, Rannveig Þórhallsdóttir, Sesselja Ásta Eysteinsdóttir, Sigrún Þórarinsdóttir, Stefanía G. Kristinsdóttir og Valdís Vaka Kristjánsdóttir.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.