Fiskmjölsverksmiðjur keyra á olíu fram á vor

 „Þetta eru slæm tíðindi og þýðir að við þurfum að keyra á okkar varaafli fram á vor sem er olía með mikilli aukningu á losun frá starfseminni,“ segir Gunnþór Ingvason forstjóri Síldarvinnslunnar.

Landsvirkjun hefur tilkynnt að orkuskerðingar til fiskmjölsverksmiðja munu verða fram á vor vegna þess að staðan í vatnsbúskap Landsvirkjunar hefur ekki verið verri í sjö ár. Langvarandi þurrkar hafa skapað þetta vandamál.

„Í desember var framboð af raforku til fiskmjölsverksmiðja takmarkað og nú er ljóst að ekki er til raforka inn á þennan markað fram á vor,“ segir í tilkynningu Landsvirkjunnar.

Aðspurður um hvort þetta hafi komið sér á óvart segir Gunnþór svo ekki vera. „Nei þetta er í raun ekki lengra tímabil en við áttum orðið von á eftir að hafa farið yfir stöðu mála með orkuseljendum og Landsvirkjun,“ segir hann.
 
Heimsmarkaðsverð á tunnu af hráolíu er um 81 dollar. Verðið hækkaði töluvert fram að síðustu áramótum en hefur haldist nokkuð stöðugt í kringum 80 dollara undanfarnar tvær vikur. Ekki eru líkur á að það breytist í bráð. Til samanburðar má nefna að fyrir COVID, eða í ársbyrjun 2020 var verðið undir 30 dollurum á tunnuna.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.