Fjallvegum væntanlega lokað á morgun
Búast má við að helstu fjallvegir á Austurlandi verði lokaðar frá morgni miðvikudags frá í birtingu á fimmtudag, gangi veðurspár eftir.Vegagerðin hefur uppfært áætlanir sínar um lokanir á vegum. Til þessa hefur ekki verið reiknað með lokunum á Austurlandi en nú hafa þær bæst við.
Gert er ráð fyrir að Mývatns- og Möðrudalsöræfi og Sandvíkurheiði verði lokuð frá klukkan sex í fyrramálið þar til níu á fimmtudagsmorgunn. Sömu sögu er að segja af leiðinni milli Víkur í Mýrdal og Djúpavogs.
Búist er við að lokanir á Fjarðarheiði og Vatnsskarði vari frá klukkan átta á miðvikudagsmorgni til klukkan átta á fimmtudegi. Þá er reiknað með að Fagridalur verði lokaður frá klukkan tíu á miðvikudegi til klukkan sjö á fimmtudegi.
Lögreglan á Austurlandi hefur beint þeim tilmælum til íbúa að fylgjast vel með fréttum af veðri og vera ekki á ferðinni að nauðsynjalausu.
Sveitarfélagið Fjarðabyggð hefur sent frá sér viðvörun um að líkur séu á að skólahald raskist. Tilkynningar um það verða sendar út á Facebook-síðu og heimasíðu Fjarðarbyggðar fyrir klukkan 6:30 í fyrramálið. Þegar er ljóst að allur skólaakstur fellur niður.