Fjandsamlegar úthlutunarreglur byggðakvóta?

Sveitastjórn Djúpavogshrepps er afar ósátt við að engum byggðakvóta var úthlutað í byggðarlagið á yfirstandandi fiskveiðiári.

 

djupivogur.jpgÍ bókun frá seinasta sveitarstjórnarfundi er úthlutun byggðakvóta lýst sem „sjónarspili,“ enda sé byggðarlaginu hafnað um byggðakvóta þrátt fyrir að dregið hafi úr skráðum aflaheimildum á svæðinu undanfarin ár.

„Ljóst er að þær forsendur, sem viðhafðar eru við útreikning á byggðakvóta eru meingallaðar og beinlínis fjandsamlegar litlum jaðar- og sjávarbyggðum eins og Djúpavogi sem á mjög mikið undir í þessari atvinnugrein.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar