Fjarðabyggð: Fjármálastjórinn hætti eftir þrjá daga í starfi
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 21. ágú 2012 15:48 • Uppfært 08. jan 2016 19:23
Nýr fjármálastjóri Fjarðabyggðar kom til starfa eftir verslunarmannahelgina og hætti í lok þeirrar viku. Framundan er fjárhagsáætlanagerð hjá sveitarfélaginu.
Austurglugginn greinir frá þessu og segir Indriða Indriðason, sem ráðinn var eftir umsóknarferli hjá Capacent, hafa hætt eftir þrjá daga í starfi „af persónulegum ástæðum.“
Haft er eftir Páli Björgvini Guðmundssyni, bæjarstjóra, að engin ákvörðun hafi verið tekin um ráðningu nýs fjármálastjóra. Fjárhagsáætlanagerð sé framundan og þá sé erfitt að vera án fjármálastjórans en reyndir starfsmenn sé til staðar á fjármálasviðinu.