Fjarðabyggð: Styður auglýsingar en kostar þær ekki

nesk.jpg

Bæjarráð Fjarðabyggðar kemur ekki fjárhagslega að auglýsingum sem birtar hafa verið undanfarna daga þar sem fyrirhugaðar breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu eru gagnrýnar. Ráðið styður þær hins vegar efnislega.

 

Þetta kemur fram í tilkynningu sem ráðið sendi frá sér en allmargir höfðu spurt hvort svo væri, sérstaklega í ljósi tengsla formanns bæjarráðs, Jens Garðars Helgasonar, við herferðina sem rekin er út frá vefnum landidogmidin.is en hann er þar kynntur sem talsmaður vefsins.

Í yfirlýsingunni segir að bæjarráðið komi hvorki fjárhagslega að auglýsingunum né hafi frumkvæði að þeim. Það styðji þær hins vegar efnislega.

„Bæjarráð vill jafnframt árétta að breytingar á lögum um sjávarútvegsmál er mikið hagsmunamál fyrir sveitarfélagið, fyrirtæki og íbúa þess og hefur það meðal annars kostað úttekt KPMG á áhrifum frumvarpanna á Fjarðabyggð.“

Í upptalningu á vefnum, sem skráður er á Útvegsmannafélag Austurlands, eru Fjarðabyggð og Seyðisfjarðarkaupstaður á lista yfir þá sem „standa á bak við gerð myndbandanna.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.