Fjarðabyggð vann Síldarvinnslubikarinn
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 14. feb 2010 17:54 • Uppfært 08. jan 2016 19:21
Fjarðabyggð sigraði í úrslitaleik Síldarvinnslumótsins í Fjarðabyggðarhöllinni í gærdag. Úrslitaleikurinn var milli Hattar og KFF. Höttur komst yfir í fyrri hálfleik, og staðan var 0-1 í hálfleik.
Í síðari hálfleik pressaði KFF lið Hattar framarlega á vellinum. Höttur missti leikmann út af með rautt spjald eftir að hann hafði sótt heldur harkalega að markverði KFF. Jóhann Ben setti tvö mörk fyrir KFF og Martin Sindri eitt.
Um næstu helgi hefst deildarbikarinn og mætir Fjarðabyggð þá Þór Akureyri í Fjarðahöllinni.
Fylgist með á www.kff.is
Ljósmynd: Sigurlið Fjarðabyggðar í gær. /www.kff.is
