Fjarðabyggð vann Síldarvinnslubikarinn

Fjarðabyggð sigraði í úrslitaleik Síldarvinnslumótsins í Fjarðabyggðarhöllinni í gærdag. Úrslitaleikurinn var milli Hattar og KFF. Höttur komst yfir í fyrri hálfleik, og staðan var 0-1 í hálfleik.Í síðari hálfleik pressaði KFF lið Hattar framarlega á vellinum. Höttur missti leikmann út af með rautt spjald eftir að hann hafði sótt heldur harkalega að markverði KFF. Jóhann Ben setti tvö mörk fyrir KFF og Martin Sindri eitt.

Um næstu helgi hefst deildarbikarinn og mætir Fjarðabyggð þá Þór Akureyri í Fjarðahöllinni.

Fylgist með á www.kff.is

Ljósmynd: Sigurlið Fjarðabyggðar í gær. /www.kff.is
kff_sildarvinnslubikar.jpg
 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.