Fjarðaál fimm ára: Fyrsti fundurinn með Alcoa um leið og Norsk Hydro hætti við

valgerdur_sverrisdottir_web.jpg

Fyrsti fundur forsvarsmanna Alcoa og ríkisstjórnar Íslands um hugsanlegt álver í Reyðarfirði var haldinn sama dag og Norsk Hydro tilkynnti að það væri hætt við þátttöku í slíku verkefni. Æðstu stjórnendur Alcoa tóku strax þátt í viðræðunum.

 

„Alcoa hafði fengið pata af fyrirætlunum Norsk Hydro og fyrirtækið hafði þegar sett sig í samband við stjórnvöld. Fyrsti óformlegi fundurinn með Alcoa var haldinn kvöldið sem íbúafundurinn var fyrir austan en við gátum ekkert sagt frá því, það hefði verið alltof glannalegt.“

Þetta segir Valgerður Sverrisdóttir, fyrrverandi iðnaðarráðherra, þegar hún rifjar upp aðkomu Alcoa á Fjarðaálsverkefninu. Íbúafundurinn sem hún vísar um var haldinn á Reyðarfirði þegar Norsk Hydro ákvað að fresta framkvæmdunum við álver á Austurlandi.

Rætt er við Valgerði í afmælisblaði Fjarðaálsfrétta sem gefið var út í tilefni þess að fimm ár eru um þessar frá því að álverið var ræst. Þar rifjar Guðmundur Bjarnason, fyrrverandi bæjarstjóri Fjarðabyggðar og núverandi verkefnastjóri á samfélagssviði Fjarðaáls, hvernig viðhorf Alcoa-manna til viðræðnanna var allt annað en Norðmannanna.

„Fulltrúar Norsk Hydro í viðræðunum við okkur voru allir millistjórnendur sem skiluðu skýrslum til toppanna sem ekki höfðu fyrir því að koma hingað austur. Hjá Alcoa komu hingað strax bæði aðalforstjórinn, Alan Belda og aðstoðarforstjórinn Bernt Reitan, til að skoða aðstæður með eigin augum.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar