Fjarðarál flytur út mesta vörumagn á Íslandi

Fjarðaál flutti út vörur fyrir um 95 milljarða króna á síðasta ári. Ál 
nemur um 40% af öllum vöruútflutningi frá landinu, sem er svipað hlutfall
og útflutningur sjávarafurða, og nemur hlutur Fjarðaáls í honum um 17
prósentum. Ekkert annað fyrirtæki flytur út meira vörumagn. Þetta er meðal
þess sem fram kemur í yfirliti Fjarðaáls um helstu hagstærðir í starfsemi
álversins á síðasta ári og nýlega voru gefnar út.

Á árinu urðu um 35% af útflutningstekjum Fjarðaáls eftir í landinu, eða um
33 milljarðar króna, m.a. í formi launa, opinberra gjalda, innkaupa frá
innlendum birgjum á vöru og þjónustu og samfélagsstyrkja. Innlendir
birgjar Fjarðaáls eru á þriðja hundrað og keypti fyrirtækið vöru og
þjónustu fyrir rúma 11 milljarða króna á árinu. Eru raforkukaup þá
undanskilin.

6 milljarðar til fjárfestinga

Fjarðaál hefur frá því að álframleiðsla hófst árið 2007 varið tæpum 9
milljörðum króna til fjárfestinga vegna starfseminnar, þar af um 6
milljörðum á síðasta ári, aðallega til byggingar kersmiðju, sem tók til
starfa í júní.

Íbúum fjölgað um 15% í Fjarðabyggð

Eins og fram kom í fjölmiðlum nýlega hefur íbúum Mið-Austurlands fjölgað
um rúmlega eitt þúsund frá 2002 eða um 13 prósent. Í sveitarfélaginu
Fjarðabyggð, þar sem álverið er, hefur íbúum hins vegar fjölgað ívið meira
samkvæmt upplýsingum Hagstofu Íslands, eða um rúm 15%. 

  
Rúmlega 480 manns starfa hjá Fjarðaáli auk um þrjú hundruð manns sem
vinna hjá öðrum fyrirtækjum sem sinna dagegri þjónustu við álverið. Af því
er varðar starfsmenn Fjarðaáls eiga um 86 prósent lögheimili í
nærliggjandi byggðarlögum, 58% í Fjarðabyggð og 28% á Fljótsdalshéraði. Um
5% starfsmanna hafa lögheimili á höfuðborgarsvæðinu. 

Gæðaál frá Reyðarfirði

Árlega framleiðir Fjarðaál rúmlega 340 þúsund tonn af hreinu gæðaáli og
álblöndum, sem m.a. eru notað í samgönguiðnaði, svo sem í bíla, flugvélar,
járnbrautalestir, geimferjur og alls kyns íhluti sem tengjast viðkomandi
iðngreinum. Álblöndur Fjarðaáls, einnig nefndar málmblendi, eru einnig
notaðar í fjölbreyttum lausnum í öðrum iðnaði, m.a. hjá fyrirtækjum sem
framleiða rafmagnskapla, háspennustrengi og fleira.

 

alver_eldur_0004_web.jpg

 

 

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.