Fjarðabyggð: Meirihlutinn fallinn í fyrstu tölum

Meirihluti Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks, sem verið hefur í Fjarðabyggð frá 2010, er fallinn samkvæmt fyrstu tölum úr sveitarfélaginu.

Flokkarnir fengu þrjá menn hvor í síðustu kosningum en missa hvor um sig einn mann. Miðflokkurinn, sem er nýr, fær einn mann. Fjarðalistinn bætir við sig fylgi og manni, fer úr þremur fulltrúum í fjóra.

Talin hafa verið 719 atkvæði. 3.463 voru á kjörskrá. Ekki hefur verið staðfest hve mörg atkvæði voru greidd alls í dag.

Framsóknarflokkur: 192 atkvæði, 26,7% og 2 fulltrúar.
Sjálfstæðisflokkur: 155 atkvæði, 21,6% og 2 fulltrúar.
Miðflokkurinn 100 atkvæði, 13,9% og 1 fulltrúi.
Fjarðalistinn 272 atkvæði, 37,8% og 4 fulltrúar.

Næsti fulltrúi inn er þriðji fulltrúi Framsóknarflokks sem vantar 12 atkvæði til að fella út fjórða mann Fjarðalista.

Sjálfstæðisflokkurinn fékk 37,35% í síðustu kosningum og tapar tæpum 16 prósentustigum eða yfir 40% af fylgi sínu. Framsóknarflokkurinn fékk 29,8% síðast og tapar því rúmum þremur prósentustigum. Fjarðalistinn bætir við sig fimm prósentustigum og Miðflokkurinn kemur nýr inn.

Í fyrstu útgáfu fréttarinnar misritaðist að Fjarðalistinn væri með þrjá fulltrúa.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.