Fjarðabyggð: Meirihlutinn féll á einu atkvæði

Meirihluti Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks, sem verið hefur í Fjarðabyggð frá 2010, er fallinn. Fjarðalistinn verður stærstur í nýrri bæjarstjórn.

Á kjörskrá voru 3463. Atkvæði greiddu 2373 eða 68,5%. Kjörsókn var fimm prósentustigum betri en fyrir fjórum árum.

Framsóknarflokkur og óháðir: 542 atkvæði, 23,6% og 2 fulltrúar.
Sjálfstæðisflokkur: 587 atkvæði, 25,5% og 2 fulltrúar.
Miðflokkurinn 386 atkvæði, 16,8% og 1 fulltrúi.
Fjarðalistinn 783 atkvæði, 34,1% og 4 fulltrúar.

Auðir seðlar og ógildir: 75

Einu atkvæði munaði að þriðji maður Sjálfstæðisflokks, Ragnar Sigurðsson, felli út fjórða mann Fjarðalista, Einar Má Sigurðarson. Eins vantar Láru E. Eiríksdóttur, Miðflokki, sex atkvæði í Einar Má. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um endurtalningu samkvæmt heimildum Austurfréttar.

Sjálfstæðisflokkurinn fékk 37,35% í síðustu kosningum, tapar um 12 prósentustigum eða um þriðjungi fylgis síns og einum bæjarfulltrúa. Framsóknarflokkurinn fékk 29,8% síðast og tapar því rúmum sex prósentustigum og bæjarfulltrúa.

Fjarðalistinn bætir við sig um tæpum tveimur prósentustigum og manni. Það flækir nokkuð samanburðinn að framboðin eru fjögur nú en voru þrjú síðast. Miðflokkurinn, sem kemur nýr inn, bætir við sig fulltrúa.

Bæjarfulltrúar

Framsóknarflokkur
Jón Björn Hákonarson
Pálína Margeirsdóttir

Sjálfstæðisflokkur
Jens Garðar Helgason
Dýrunn Pála Skaftadóttir

Fjarðalisti
Eydís Ásbjörnsdóttir
Sigurður Ólafsson
Hjördís Helga Seljan
Einar Már Sigurðarson

Miðflokkur
Rúnar Gunnarsson

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.