Fjarðabyggð endurnýjar ekki samninga við Íslenska gámafélagið
Fjarðabyggð tilkynnt að sveitarfélagið hyggist ekki endurnýja samning um sorphirðu við Íslenska gámafélagið sem rennur út um áramót. Breytingar eru á döfinni í sorphirðumálum sveitarfélagsins.
Jón Björn Hákonarson bæjarstjóri vildi lítið tjá sig um málið að svo stöddu. „Það er rétt að verið er að vinna í úrgangsmálum hjá okkur og við kynnum það um leið og kemur meiri mynd á þá vinnu,“ segir hann.
Fjallað er um málið í fundargerðum sveitarstjórnarinnar. Þar segir m.a. í nefndarbókun að lögð voru fram drög að minnisblaði sviðsstjóra framkvæmdasviðs um heimsókn til Terra ásamt tillögum að framtíðarskipulagi sorpmiðstöðvar Fjarðabyggðar, dagsett 17. september 2020.
„Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir drögin og tillögur í þeim og felur sviðsstjóra framkvæmdasviðs að vinna málið áfram og leggja fyrir nefndina að nýju.“ segir einnig.
Mynd: Gámafélagið.is
Í fyrstu útgáfu fréttarinnar var sagt að Fjarðabyggð hefði sagt upp samningnum en hið rétta er að hann verður ekki endurnýjaður.