Lítið um nýframkvæmdir á Borgarfirði í 10 ára fjárfestingaráætlun Múlaþings
Í frumdrögum að 10 ára fjárfestingaráætlun Múlaþings er ráð gert fyrir að ljúka endurbótum á félagsheimilinu Fjarðarborg og koma upp líkamsrækt við sparkhöllina á Borgarfirði eystra. Engar aðrar nýframkvæmdir eru þar upp taldar í þorpinu næsta áratuginn.
Heimastjórn Borgarfjarðar gerir við þetta athugasemdir og vill sjá fleira gert en í núverandi plaggi kemur fram. Sérstaklega er óskað eftir að þegar útdeilt verði í sjóðum verið hugað að hlutum á borð við gatnagerð, göngustíga, götulýsingu og viðhald almennt
Aðeins er um drög að umræddri áætlun að ræða og umhverfis- og framkvæmdaráð sent hana til allra heimastjórna og fjölda ráða á vegum sveitarfélagsins til umsagnar. Hún mun því taka breytingum áður en endanleg útfærsla hennar verið opinberuð.