Lítið um nýframkvæmdir á Borgarfirði í 10 ára fjárfestingaráætlun Múlaþings

Í frumdrögum að 10 ára fjárfestingaráætlun Múlaþings er ráð gert fyrir að ljúka endurbótum á félagsheimilinu Fjarðarborg og koma upp líkamsrækt við sparkhöllina á Borgarfirði eystra. Engar aðrar nýframkvæmdir eru þar upp taldar í þorpinu næsta áratuginn.

Heimastjórn Borgarfjarðar  gerir við þetta athugasemdir og vill sjá fleira gert en í núverandi plaggi kemur fram. Sérstaklega er óskað eftir að þegar útdeilt verði í sjóðum verið hugað að hlutum á borð við gatnagerð, göngustíga, götulýsingu og viðhald almennt

Aðeins er um drög að umræddri áætlun að ræða og umhverfis- og framkvæmdaráð sent hana til allra heimastjórna og fjölda ráða á vegum sveitarfélagsins til umsagnar. Hún mun því taka breytingum áður en endanleg útfærsla hennar verið opinberuð.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar