Fjögur sóttu um starf skipulags- og byggingafulltrúa

Fjórar umsóknir bárust um stöðu skipulags- og byggingafulltrúa Seyðisfjarðarkaupstaðar sem auglýst var laus til umsóknar í desember.

Umsóknarfrestur rann út fyrir jól og hafa bæjarráð og umhverfisnefnd haft umsóknirnar til meðhöndlunar. Að því fram kemur í fundargerðum hafa verið tekin viðtöl við umsækjendur.

Þá hefur verið gengið frá tímabundnum samningi um nauðsynlega þjónustu við Fljótsdalshérað þar til nýr fulltrúi kemur til starfa.

Starfið er nýtt á bæjarskrifstofunum en samningi sem verið hefur í gildi um þjónustu frá Eflu var sagt upp á síðasta ári.

Í auglýsingu eru gerðar kröfur um nám í bygginga-, verk- eða tæknifræði á byggingasviði , reynslu af byggingamálum. Reynsla af opinberri stjórnsýslu og skjalavörslu er sögð æskileg.

Umsækjendur eru:
Ásgerður Hafdís Hafsteinsdóttir, byggingafræðingur
Berglind Björk Jónsdóttir, nemi í skipulagsfræði og hefur lokið námi í umhverfisfræði
Bragi Blumenstein, arkitekt.
Úlfar Trausti Þórðarson, byggingafræðingur.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.