Fjórir umsækjendur um starf slökkvistjóra í Fjarðabyggð

Fjórir umsækjendur eru um starf slökkviliðsstjóra Fjarðabyggðar sem auglýst var laust til umsóknar í lok sumars.

Umsóknarfresturinn rann út um miðjan október. Alls bárust fimm umsóknir en einn hefur dregið umsókn sína til baka.

Staðan var fyrst auglýst í fyrrahaust en þá ákveðið að hafa umsóknum og ráða tímabundið meðan áfram væri haldið við endurskipulagningu liðsins.

Starfið var svo auglýst aftur núna síðsumars. Í auglýsingu var meðal annars farið fram á farsæla reynslu af stjórnun, jákvætt viðhorf og farsæla reynslu af stjórnun slökkviliðs. Slökkviliðið er atvinnulið sem að auki sinnir sjúkraflutningum í Fjarðabyggð.

Eftirtaldir sóttu um starfið

Björn Halldórsson, þjálfunarstjóri
Ingvar Georg Georgsson, slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður
Júlíus Albert Albertsson, slökkviliðsstjóri
Leifur Andrésson Thomsen, framleiðslustarfsmaður

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar