Flóðahætta á Austurlandi

brimrun4_wb.jpgAlmannavarnir hafa lýst yfir óvissustigi vegna flóðahættu á Austurlandi. Í gærkvöldi byrjaði að rigna og hvessa verulega. Veðurspár gera ráð fyrir að svo verði áfram fram eftir degi. Færð er víða erfið af þessum sökum.

 

Í tilkynningu segir að lögreglan, almannavarnir og vísindamenn fylgist náið með framvindu mála. Spáð er rigningu, hvassviðri og hlýindum á nær öllu landinu en mestri rigningu eystra.

„Óvissustig felur í sér að samráð viðbragðsaðila er aukið og vísindamenn fylgjast náið með framgangi veðurspár og aðstæðum á svæðum þar sem óvissustigi hefur verið lýst. Frekari upplýsingar um veðurspá er að finna á vefsíðu Veðurstofu Íslands, www.vedur.is og upplýsingar um færð á vegum er að finna á vefsíðu Vegagerðinnar, www.vegagerdin.is. Vegfarendur eru hvattir til að kynna sér upplýsingar um veður og færð áður en lagt er af stað.“

Veginum yfir Oddsskarð var lokað í gærkvöldi og illfært yfir Fagradal, Fjarðarheiði og Vatnsskarð. Á síðastnefnda staðnum mældist vindurinn um 30 m/s en á flestum öðrum stöðum eystra um 20 m/s.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar