Fleiri hús farin eða stórskemmd

Ljóst er að stórfellt eignatjón hefur orðið á Seyðisfirði í miklum skriðum sem féllu skömmu fyrir klukkan þrjú í dag. Ekki hefur tekist að staðfesta hvort allir íbúar séu óhultir.

Ekki hefur tekist að staðfesta umfang skriðunnar né hvort fólk sé óhult. Verið er að kanna stöðuna. Viðbragðsaðilar eru á þönum og hafa því ekki náð að veita upplýsingar.

Eitt íbúðarhús við Búðará er ónýtt. Eftir því sem Austurfrétt kemst næst féllu skriður víðar, meðal annars á svæði Tækniminjasafns Austurlands. Fleiri skriður hafa fallið í kjölfarið.

Verið er að rýma allan utanverðan fjörðinn frá Hafnargötu. Allir sem staddir eru á Seyðisfirði hafa verið beðnir um að gefa sig fram í fjöldahjálparstöðinni í Herðubreið.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar