Fljótsdalshérað: Mjótt á munum í fyrstu tölum

Framsóknarflokkurinn er stærstur á Fljótsdalshéraði samkvæmt fyrstu tölum en lítill munur er á honum, Héraðslista og Sjálfstæðisflokki. Öll framboðin fjögur koma að manni.

Talin hafa verið 754 af 1834 atkvæðum eða 41,1%

Atkvæði skiptast þannig:
Framsóknarflokkur 214 eða 28,4% og þrír fulltrúar.
Sjálfstæðisflokkur 196 eða 26% og tveir fulltrúar.
Héraðslisti 207 eða 27,5% og þrír fulltrúar
Miðflokkur 137 eða 18,2% og einn fulltrúi.

Framsóknarflokkurinn bætir við sig einu prósentustigi frá 2014, Héraðslistinn sex stigum og manni. Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig fjórum prósentustigum.

Það flækir hins vegar samanburðinn að Á-listinn, sem fékk rúm 26% síðast býður ekki fram nú né E-listi sem fékk 3%. Miðflokkurinn kemur hins vegar nýr inn og fær einn bæjarfulltrúa.

Tvö atkvæði vantar upp á að annar maður Miðflokksins felli þriðja mann Héraðslista út. Sömuleiðis er stutt í þriðja mann Sjálfstæðisflokksins.

Sjálfstæðisflokkur, Héraðslisti og Á-listi mynda meirihluta í dag. Sjálfstæðisflokkur og Héraðslisti gætu haldið sínu samstarfi áfram miðað við fyrstu tölur.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.