Fljótsdalshreppur: Jóhann Frímann nýr í hreppsnefnd

Ein breyting er á hreppsnefnd Fljótsdalshrepps, Jóhann Frímann Þórhallsson kemur nýr inn á ný í stað Þorvarðar Ingimarssonar, sem baðst undan kjöri eftir 20 ár í hreppsnefndinni.

Á kjörskrá var 61, 50 greiddu atkvæði þannig kjörsókn var 81,97%.

Atkvæði féllu þannig:
Lárus Heiðarsson 41 atkvæði
Anna Jóna Árnmarsdóttir 32 atkvæði
Eiríkur Kjerúlf 29 atkvæði
Gunnþórunn Ingólfsdóttir 28 atkvæði
Jóhann Frímann Þórhallsson 26 atkvæði

Varamenn
1. Arna Björg Bjarnadóttir, 26 atkvæði sem aðalmaður og fyrsti varamaður
2. Gunnar Gunnarsson, 14 atkvæði sem aðalmaður og 1. – 2. varamaður.
3. Anna Bryndís Tryggvadóttir, 15 atkvæði sem aðalmaður og 1. -3. varamaður.
4. Hörður Már Guðmundsson, 13 atkvæði sem aðalmaður og 1. – 3. varamaður.
5. Bjarki Már Jónsson, 13 atkvæði sem aðalmaður 1. – 4. varamaður

Jóhann Frímann kemur á ný í sveitarstjórnina en hann gaf ekki kost á sér fyrir síðustu kosningar.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.