Fljótsdalshérað leysir til sín byggingar Egilsstaðaskóla

Samstarfi Eignarhaldsfélagsins Fasteignar ehf. (EFF), og Fljótsdalshéraðs vegna byggingar Grunnskólans á Egilsstöðum er lokið. Þetta kemur fram í fundargerð bæjarráðs Fljótsdalshéraðs í gær.

 

grunnskolabygging_egs_web.jpgBæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samstarfi Fljótsdalshéraðs og EFF ljúki þar sem félagið hefur ekki náð að standa undir fjármögnunbyggingarinnar. Samkvæmt tillögu bæjarráðs verður bæjarstjóra, fjármálastjóra og lögfræðingi sveitarfélagsins falið að ganga til samninga við EFF um lok verksins.

Fljótsdalshérað er hluthafi í EFF og situr Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs í stjórn félagsins. Allt frá því að bygging Grunnskólans á Egilsstöðum hófst hefur EFF verið í vandræðum með fjármögnun verksins. Á fyrstu stigum fjármagnaði sveitarfélagið verkið fyrir EFF þegar félagið gat ekki staðið við gerða samninga. Nú, tveimur árum síðar, er ljóst að EFF virðist í miklum vandræðum með fjármögnun, þrátt fyrir að vera í helmingseigu Íslandsbanka. Framtíð EFF virðist því vera óráðin og ekki virðist ólíklegt af þessu að dæma að félagið standi frammi fyrir fleiri slíkum gerningum, af hálfu annarra sveitarfélaga.

Á fundi bæjarráðs í gær var einnig samhljóða lagt til við bæjarstjórn að taka tilboði Íslandsbanka um langtímafjármögnun vegna skulda bæjarsjóðs.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.