Fljótsdalshérað lækkar skotlaun

Sveitarfélagið Fljótsdalshérað hefur ákveðið einhliða að lækka skotlaun til ráðinna grenjaskytta í sveitarfélaginu.

grenjaskytta.jpg,,Á fundi bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs 20. janúar síðastliðinn var fundargerð umhverfis- og héraðsnefndar Fljótsdalshéraðs dagsett 13. janúar til umfjöllunar og neðangreint erindi tekið fyrir. Refa- og minkaeyðing - samningur við veiðimenn.   Eftirfarandi tillaga lögð fram: Að tillögu umhverfis og héraðsnefndar samþykkir bæjarstjórn eftirfarandi breytingar á verðskrá fyrir veiðimenn. Þetta er gert í ljósi þess að það fjármagn sem ætlað hefur verið til refa- og minkaeyðingar hefur ekki nægt undanfarin 2 ár og að samningar við veiðimenn eru lausir", eins og segir í fundargerð og bréfi til grenjaskytta sveitarfélagsins.

Verðlaun fyrir vetrarveiddan ref lækkar úr 18.000 krónum niður í 13.500, verðlaun fyrir grendýr lækka úr 12.000 krónum niður í 9.000, yrðlingar lækka úr 6.000 niður í 4.500 krónur. 

Tímagjald 1000 krónur á klukkustund, kílómetragjald 92 krónur á kílómetra, greiðsla fyrir fundið nýtt greni 20.000 krónur og verðlaun fyrir unnin mink 3.500 krónur, eru þó óbreytt.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.