Flókið að eiga við kóligerlamengun neysluvatns í Hallormsstað

Íbúar og gestir í Hallormsstað hafa nú þurft að sjóða allt sitt neysluvatn um tæplega mánaðar skeið eftir að sýnatökur úr neysluvatni á staðnum sýndu þar kólígerlamengun í síðasta mánuði. Illa gengur að komast fyrir mengunina.

Kólígerlamengun kemst aðeins í vatnsból gegnum saur frá annaðhvort mannfólki eða spendýrum öðrum með heitt blóð. Tilteknir stofnar kólígerla mynda eiturefni sem veldur gjarnan niðurgangi en ekki er óþekkt heldur að þeir valdi matareitrun.

Heimafólk og gestir munu áfram þurfa að sjóða allt sitt neysluvatn þessa vegna samkvæmt upplýsingum Austurfréttar frá framkvæmdastjóra HEF-veitna Aðalsteini Þórhallssyni.

Panta þurfti sérstakan búnað til varanlegra endurbóta á sótthreinsibúnaði veitunnar í Hallormsstað og vonir standa til að sá búnaður verði kominn í næstu viku. Í tengslum við það þarf að ráðast í verulegar endurbætur á aðstöðu hjá miðlunartanki veitunnar á staðnum og sú vinna mun taka nokkra daga til viðbótar.

Það mun því taka rúma viku, og hugsanlega allt að tveimur vikum til viðbótar áður en hægt verður að neyta vatns vandræðalaust.

Mynd HEF-veitur

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar