Flutningabíll út af á Fjarðarheiði

Flutningabíll fór út af í Norðurbrún á Fjarðarheiði í morgunn. Engin slys urðu á fólki. Ferjan Norræna flýtti för sinni til og frá landinu vegna veðurs.

Ökumaður var einn í bílnum en slapp ómeiddur. Bíllinn var að koma úr Norrænu og var ekki útbúinn til aksturs í íslenskri vetrarfærð. Verið er að undirbúa að koma honum aftur upp á veginn.

Umferð hefur að öðru leyti gengið ágætlega þrátt fyrir hálku.

Ferjan kom til Seyðisfjarðar í gærkvöldi en byrjað var að afgreiða hana klukkan sjö í morgun. Hún hélt svo af landi brott strax klukkan eitt, í stað þess að bíða til morguns eins og hún hefði átt að gera samkvæmt áætlun, vegna veðurspár.

Mynd: Aðsend

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar