Flutningafyrirtæki rukka 30% meira fyrir flutning á Djúpavog

samskip_bill.jpgFlutningafyrirtækin Flytjandi og Landflutningar hækkuðu gjaldskrár sínar fyrir flutning um þriðjung þegar brúin yfir Múlakvísl brast. Hækkunin beinist að Djúpavogi og Höfn.

 

Landflutningar hækkuðu gjaldskrá sína í vikunni um 35% og Flytjandi um 30% fyrir flutninga til Djúpavogs og Hafnar í Hornafirði. Bæði fyrirtækin gefa þær skýringar að fara þurfi norðurleiðina til að koma vörunum á áfangastað.

Bæði fyrirtækin hækkuðu einnig gjaldið fyrir flutninga til Kirkjubæjarklausturs. Landflutningar um 17% og Flytjandi um 15%. Ástæaðn er kostnaður við umhleðslu á sendingum.

Landflutningar sendu vel búin bíl frá Egilsstöðum til að ferja vörurnar yfir ána.

Í frétt Agl.is í morgun var missagt að Landflutningar hefðu ekki hækkað gjaldskrá sína. Það er hér með leiðrétt og hlutaðeigandi beðnir afsökunar á mistökunum.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.