Fólki fjölgar á Austurlandi nema á Seyðisfirði

Íbúar á Austurlandi voru 10.740 um síðustu mánaðarmót að því er fram kemur í tölum um mannfjölda á landinu hjá Hagstofunni. Fólki fjölgar allsstaðar í fjórðungnum nema á Seyðisfirði þar sem þeim fækkar lítilega á milli ára.


Heildarfjölgunin á Austurlandi nemur 1% frá október í fyrra og þar til nú. Er þetta svipað hlutfall og á landinu öllu sem er 1,2% fjölgun.

Sem fyrr segir fjölgar allstaðar nema á Seyðisfirði þar sem fækkar um 3 íbúa eða 0,4%, Mesta fjölgunin eða yfir 10% er í Fljótsdalshreppi. Hinsvegar ber að líta á að aðeins 9 manns eru á bakvið þá prósentu.

Hlutfallslega fjölgar um 5,7% í Borgarfirði eystra, 3,4% á Djúpavogi og 1,5% á Fljótsdalshéraði. Á öðrum stöðum er fjölgunin innan við eitt prósent.


Fækkun í tveimur landshlutum


Lítilsháttar fækkun varð í tveimur landshlutum, Vestfjörðum og á Norðurlandi eystra. Fækkunin á Vestfjörðum nam 0,8% en á Norðurlandi eystra var fækkunin hverfandi eða um 2 íbúa.

Íbúum á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði um 1,4% eða um 3.172 íbúa.  Mest hlutfallsleg fjölgun var á Suðurlandi, um 1,8% eða um 549 íbúa.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar