Fólksbíll fór útaf á Fjarðarheiði

Ökumaður réð ekki við veðrið á Fjarðarheiði sem olli því að bíllinn með sex erlendum ferðamönnum fór útaf en engin slasaðist.

 

 

Hálka og skafrenningur var á heiðinni þegar bíll fór útaf. Að sögn lögreglunnar á Egilstöðum eru erlendir ferðmenn ekki tilbúnir fyrir þetta vetrarveður og eru frekar reynslulitlir þegar kemur að því aka í snjó. 

Töluverður fjöldi ferðamann ekur um ónegldum dekkjum. Nokkur óhöpp hafa orðið í umferðinni á undangenginni viku en lögreglan tekur fram að vikan hafi ekki verið annasöm og fjöldi óhappa er ekki óeðlilega mikill miðað við veður. 

Athygli vekur að þetta er á svipuðum stað og flutningabíll fór útaf fyrr í vikunni. 

 

Bíllinn sem valt.  Myndin er aðsend 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar