Skip to main content

Foreldar sem ekki virða vistunartíma sektaðir

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 27. sep 2011 22:47Uppfært 08. jan 2016 19:22

vopnafjordur.jpgTil stendur að sekta foreldra á Vopnafirði sem ekki virða vistunartíma barna sinna á leikskóla. Til stendur að afnema sveigjanlega vistunartíma á skólanum.

 

Þetta var rætt á seinasta fundi fræðslunefndar Vopnafjarðarhrepps. Til stendur að afnema sveigjanlega vistunartíma á skólanum þannig að aðeins verði hægt að vista hvert barn eins alla vikuna. Þetta er gert til að einfalda skipulag skólans.

Þá samþykkti nefndin beiðni leikskólastýru til að sekta þá foreldra sem ekki virða vistunartíma barna sinna. Aðeins verður þó sektað fyrir ítrekuð brot.