Forsetaframbjóðandi mætti ekki á eigin fund
Hannes Bjarnason, forsetaframbjóðandi úr Skagafirði, mætti ekki á fund sem hann hafði sjálfur boðað til á Eskifirði í dag.
Blaðamaður Agl.is virtist sá eini á Eskifirði sem hafði áhuga á fundinum og mætti á réttum tíma. Þá var hins vegar enginn Hannes á svæðinu og allar dyr lokaðar.
Til Hannesar sást kortér yfir fimm. Hann kom að læstum dyrum í Kirkju- og menningarmiðstöðinni og fór strax aftur. Hann sást svo ekki meir. Hann var einn á ferð.
Hannes hafði auglýst sex fundi á Austfjörðum á vef sínum jaforseti.is. Agl.is hefur ekki heimildir um þátttöku á fleiri fundum hans.