Skip to main content

Forysta Framsóknar fundaði á Egilsstöðum

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 27. sep 2011 22:28Uppfært 08. jan 2016 19:22

xb_fundur_egs_sept11_asmundur_vigga_web.jpgÞingflokkur Framsóknarmanna fundaði um helgina á Hótel Héraði, Egilsstöðum með landstjórn Framsóknar. Um var að ræða árlegan fund þar sem farið er yfir áherslur á nýju þingi sem sett verður 1. október næstkomandi.

 

Eftir fundarhöld var haldið í heimsóknir á Fljótsdalshéraði og í Fjarðarbyggð þar sem var skoðuð atvinnuuppbygging síðustu ára en einnig ný tækifæri á sviði orkumála á Hallormsstað.

Í tilkynningu frá Framsóknarmönnum er lýst þakklæti fyrir „frábærar móttökur heimamanna sem tóku á móti þeim af miklum myndarskap hvar sem komið var við.“