Skip to main content

Fótbrotnaði við Fardagafoss

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 11. feb 2025 10:08Uppfært 11. feb 2025 10:11

Björgunarsveitir á Fljótsdalshéraði voru kallaðar út seinni partinn í gær vegna manneskju sem fótbrotnaði við Fardagafoss.


Manneskjan var þar ásamt hópi við þjálfun í útivist en lenti óvænt ofan í holu með fyrrgreindum afleiðingum. Björgunarsveitirnar Hérað og Jökull voru því kallaðar út ásamt sjúkraflutningafólki og lögreglu.

Aðilarnir fóru upp að fossinum, spelkuðu fótinn og gáfu viðkomandi verkjastillandi áður en honum var komið fyrir á börum.

Bera þurfti manneskjuna um 1 km leið niður á veg frá slysstað. Þar beið sjúkrabíll og flutti viðkomandi til frekari aðhlynningar á heilsugæslunni á Egilsstöðum.

Mynd: Landsbjörg