Ófærð um Oddsskarð frestaði jólahaldinu
Að minnsta kosti ein fjölskylda þurfti að fresta jólahaldi sínu vegna ófærðar yfir Oddsskarð á aðfangadagskvöld. Vegurinn þar var lokaður frá kvöldmat og fram að miðnætti.
Frá þessu er greint á Facebook-síðu Þrýstihóps um ný Norðfjarðargöng. „Á aðfangadagskvöld gerði vitlaust veður eins og flestir vita. Oddsskarð var lokað frá rétt rúmlega 8 til að verða miðnættis. Að minnsta kosti ein fjölskylda þurfti að fresta jólunum til næsta dags.“